“Núllastefna„ varðandi akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna

Nýverið tóku í gildi breytingarlög nr. 66/2006 sem breyttu umferðarlögum nr. 50/1987 (umfl). Meðal nýrra lagaákvæða var ákvæði um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna sem birtist nú í 45. gr. a umfl sbr. 5. gr. breytingalaganna.

 Fyrstu tvær málsgreinar umræddrar greinar eru svohljóðandi:

Enginn má stjórna eða reyna að stjórna vélknúnu ökutæki ef hann er undir áhrifum ávana- og fíkniefna sem bönnuð eru á íslensku yfirráðasvæði samkvæmt lögum um ávana- og fíkniefni og reglugerðum settum samkvæmt þeim.
Mælist ávana- og fíkniefni skv. 1. mgr. í blóði eða þvagi ökumanns telst hann vera undir áhrifum ávana- og fíkniefna og óhæfur til að stjórna ökutæki örugglega

Hér er ekki miðað við ákveðið prómíl lágmark eins og gert er varðandi magn vínanda (áfengis) í blóði ökumanna heldur er miðað við að ekkert magn, hve lítið sem það kann að vera, má finnast. Með öðrum orðum þá telst sá sem mælist með eitthvað magn sjálfkrafa ófær um að stjórna ökutæki.

Eldra ákvæði var matskennd lagaregla sem miðaði við það að ökumaður væri ófær að stjórna ökutæki. Hæstiréttur hafði í dómaframkvæmd gert mjög strangar kröfur, fá mál komust til kasta dómsstóla og það reyndist nánast ógjörningur að sanna að viðkomandi hefði á þeim tímapunkti er hann ók verið ófær til að stjórna ökutæki vegna áhrifa ávana- og fíkniefna.

Akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna getur varðað ökuleyfissviptingu, sektum og fangelsi allt að tveimur árum skv. 100 og 102 .gr. umfl.

Ný viðmiðun hefur verið tekin upp við mælingar og miðast við mælingu í blóði eða þvagi. Í samræmi við þetta hefur lögreglan heimildir í 47. gr. umfl að taka öndunar-, svita- og munnvatnssýni. Neiti aðila að láta slíkt í té eða lögregla telur ástæðu til getur hún fært ökumann til rannsóknar á blóð- og þvagsýni.

Í morgunblaðinu var bent á þá aðstæðu sem gæti komið upp að einstaklingur gæti hafa neytt ávana- og fíkniefnis og þar sem slík efni eru svo langan tíma að fara úr líkamanum gæti einstaklingur löngu seinna mælst með þau og þ.a.l. gerst brotlegur við lögin.

Að lokum má til gamans að geta að einnig er bannað að hjóla og stjórna hesti undir sömu aðstæðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Justice League

Höfundur

JL-gengið
JL-gengið
Justice League er hópur laganema sem fjallar um lagaleg álitaefni, lögfræði, lögfræðinámið og aðra stórskemmtilega hluti
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband