18.6.2007 | 20:15
Hvenær verður maður lögfræðingur?
Nú þegar námsfyrirkomulag í lögfræði hefur breyst er eðlilegt að spyrja hvenær einn verður "lögfræðingur", er það eftir 3ja ára nám eða 5 ára nám?
Heitið lögfræðingur er ekki lögverndað starfsheiti per se eins og t.d. lögmaður sbr. lög nr. 77/1998 um lögmenn en til þess þarf sérstök réttindi eða leyfi.
Til að komast inn í Lögfræðingafélag Íslands er það sett að skilyrði í 4. gr. laga félagsins að "Allir þeir sem lokið hafa grunnnámi í lögfræði (90 einingum) frá viðurkenndum háskóla eiga rétt á að verða félagsmenn.". Skv. þessu ættu því útskrifaðir BA-nemar við HÍ að geta sótt um inngöngu og teljast því vera lögfræðingar þó þeir þurfi að klára meistaranám (mag jur eða embættispróf cand.jur) til að geta sótt um leyfi til að gerast lögmenn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.