Er hægt að innlima ný landsvæði með hersigrum (e. conquest) í nútímanum?

Fyrr á öldum ríkti sú meginregla í alþjóðalögum sem á latínu var nefnd uti possidetis. Í uti possidetis fólst í megindráttum að að landsvæði (e. territory) og annars konar eignir héldust hjá þeim sem hefðu það/þær í vörslu sinni við loka átaka (e. conflict) nema um annað væri samið í sáttmála. M.ö.o. þá gátu herská ríki gert kröfu til landsvæðis sem síns eigið sem þau höfðu unnið í stríði (e. war).

 

Hersigur (e. conquest) er í alþjóðalögum skilgreint sem taka óvinalandsvæðis með herafli á stríðstíma. Til að gera kröfu til landsvæðis með þessu móti var ekki nóg að taka bara landsvæðið heldur þurfti einnig að sýna vissan ásetning (animus) til að innlima svæðið sem sitt eigið. Sögulega er hersigur sem aðferð til að gera kröfu til landsvæðis tiltölulega algeng leið til að innlima landsvæði. Þó var að vísu venja að það ríki sem hafði tapað í átökum væri neytt til að skrifa undir sáttmála þar sem það afsalaði sér landsvæðinu.

 

Í nútíma alþjóðalögum er hersigur ekki lengur tæk aðferð til að gera kröfu til landsvæðis. Er þetta í samræmi við þá meginreglu sem birtist í 4. mgr. 2. gr. sáttmála Sameinuðu þjóðarinnar sem hefur stöðu jus cogens og bannar "use of force".  M.ö.o. þá er beiting heraflsmuna (armed force) bönnuð að meginreglu í alþjóðalögum. Frá þessari meginreglu eru tvær vel skilgreindar undantekingar. Sú fyrri snýr að sjálfsvörn ríkis en sú síðari að heimild öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna til að heimila beitingu herafla (e. force). Ekki er hægt að gera kröfu til landsvæðis jafnvel þótt beiting herafla hafi verið gerð með lögmætum hætti, þ.e. önnur hvor undantekningin eigi við.

 

Dæmi um tilvik á 20. öldunni er t.d. taka Íraks á Kuwait um 1990 og svo aftur á móti stríð Ísraela við sameinuðu ríki Araba árið 1967. Sjá  Legal Consequences of Construction of Wall in Palestinian Territory (2003-2004).

 

Í þessu máli sem er álit (e. advisory opinion) kemst alþjóðadómstóllinn (International Court of Justice) að þeirri niðurstöðu að Ísraelar hefðu stöðu hersetuafls (e. occupator) á því svæði sem þeir tóku í stríðinu 1967. Þess má einnig geta að Palestína hefur ekki stöðu ríkis, a.m.k. ekki enn.

 

Það ber þó að taka tillit til þess að í alþjóðalögum eru ríki bæði aðalviðfangsefnið og þeir sem móta lagareglurnar þar sem það er enginn miðlægur löggjöfi og ekkert framkvæmdarvald í hefðbundnum skilningi. Að þessu leytinu til hefur alþjóðaréttur viss einkenni samningsréttar. Þar sem ríki hafa þessa sérstöku stöðu í þessu réttarkerfi getur viðurkenning þeirra haft áhrif á hver niðurstaðan verður í reynd. Sjá t.d. einu undantekningu frá ofangreindi reglu í nútímann, þ.e. hertaka Goa. Goa er með minnstu "fylkjum" Indlands. Það hafði áður verið portúgölsk nýlenda en var tekið af Indlandi árið 1961. [Þess ber að geta að þetta er e.t.v. ekki eina undantekningin í nútímaalþjóðalögum þar sem háttsemi Indlands fer á sveig við lögin en virðist enga að síður í reynd verða óátalin. Þannig mun Indland hafa brotið þá reglu venjuréttur að skipta sér ekki að málefnum sem tilheyra öðrum ríkjum (e. non-intervention) þegar austurhluti Pakistans sleit sig frá Pakistans og myndaði ríkið Bangladesh 1971. Allajafna getur verið vafamál hvort ríki eigi að viðurkenna önnu ríki sem hafa myndast í andstöðu við alþjóðalög.]

 

En hvað verður þá um þau landsvæði sem hafa verið hertekin fyrr á öldum? Svarið er einfalt. Við beitum allajafna lögunum eins og þau eru á hverjum tíma. Þau landsvæði sem tilheyra nú ríki vegna þess að þau hafi verið hertekin á þeim tíma er hersigrar voru leyfilegir skv. alþjóðalögum tilheyra áfram þeim ríkjum. Er þetta í samræmi við territorial status quo sem er regla sem sem gefur til kynna að landamæri ríkja skuli haldast. Á þetta t.d. við þegar nýlendur lýsa yfir sjálfstæði þ.e. nýlendumörkin verða landamærin og þegar landamæri hafi orðið til með sáttmálum sem síðar falla.

 

 Að lokum skal minnst á tvennt.

 

Í fyrsta lagi aðrar leiðir til að gera kröfu til landsvæðis. Þær eru t.d. nám (lat. occupatio) á landsvæðum sem tilheyra engum (lat. terra nullius), hefð, framsal valds með samningum, landfræðilegur viðauki lands og stofnun ríkis frá grunni eldra ríkis eða við sjálfstæði lands frá öðru ríki. Enska hugtakið "conquest" sem notað er hér í þýðingunni "hersigri" hefur einnig verið notað í íslenskum fræðaskrifum sem "landvinningur með hernaði".

 

Í öðru lagi er það dómur Hæstaréttar Kanada í máli þar sem fylkið Quebec vildi slíta sig frá Kanada og teljast vera sjálfstætt ríki óháð Kanada. Málið ber heitið: Reference by the Governor in Council Concerning Certain Question Relating to the Secession of Quebec from Canada. Byggði fylkið Quebec á hugmyndinni um sjálfsákvörðunarrétt þjóða eða þjóðabrota (e. self-determination). Hæstiréttur Kanada féllst ekki á þennan rétt Quebec og rökstuddi niðurstöðu sína með tilliti til þess að hann væri að viðhalda meginreglunni um "friðhelgi" þeirra landsvæða sem nú þegar mynduðu núverandi ríki (principle of territorial integrity of existing States). Er þetta í samræmi við þá niðurstöðu að hugmyndin og reglan um sjálfsákvörðunarétt er fyrst og fremst lagalega regla í nýlendusamhengi (colonoial context) þar sem nýlendur eiga rétt á að verða sjálfstæðar ef þær kjósa svo en gildir ekki um öll þjóðarbrot og minnihlutahópa sem eru innan hvers og eins ríkis enda myndi uppbrot ríkja eiga sér engan enda. Slíkt myndi aðeins ógna friði og öryggi í heiminum. Hefur rétturinn til sjálfsákvörðunar fyrir utan nýlendusamhengið því stundum verið skilið sem svo að minnihlutahópar og þjóðarbrot eigi rétt á að "neyta" mannréttinda sinna innan þess ríkis sem þau búa í t.d. trúfrelsi o.s.frv.

 Niðurstaðan í stuttu máli er því sú að skv. nútíma alþjóðalögum eru hersigrar ekki tæk aðferðr til að innlima landsvæði í ríki sitt. Aðrar niðurstöður geta þó gerst í reynd sbr. Goa. Þau landsvæði sem áður voru innlimuð í ríki með hersigrum þegar sú aðferð var tæk haldast.

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Takk fyrir fróðlega grein.

Georg P Sveinbjörnsson, 16.10.2007 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Justice League

Höfundur

JL-gengið
JL-gengið
Justice League er hópur laganema sem fjallar um lagaleg álitaefni, lögfræði, lögfræðinámið og aðra stórskemmtilega hluti
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband