Fyrnast peningar sem lagðir eru inn í banka?

 

Lóa er hagsýn kona. Fyrir rúmum 20 árum lagði hún peninga inn á bankabók. Hún aðhafðist ekkert með peningana allan þennan tíma. Nú vill hún taka þá út. Bankastjórinn neitar hins vegar að láta hana fá peningana því hún hefur ekki "snert" þá svo lengi og nú þurfi hann ekki að láta hana fá þá til baka.

Getur bankinn neitað að endurgreiða Lóu peningana?

Peningar sem lagðir eru inn á banka eru eins konar lán til bankans.

Geta "lán" til banka fyrnst?

Skv. 1. tl. 2. gr. laga um fyrningu skulda og kröfuréttinda frá 1905 fyrnast þessar kröfur á 20 árum þ.e.

  1. krafa á hendur landssjóði, banka eða sparisjóði um endurgjald á fé, er lagt hefir verið í sjóðinn til ávöxtunar eða geymslu

    =Peningar sem lagðir eru inn í banka fyrnast á 20 árum

    Hitt er svo annað mál hversu hagnýtt þetta ákvæði sé eða hvort þau rök sem voru fyrir því að setja það árið 1905 eigi við núna árið 2007.

    Góðu fréttirnar eru þó þær að fyrning þessi rofnar reglulega eða í hvert sinn sem lagt er inn á bankareikninginn eða tekið út af honum og hefst þá nýr 20 ára frestur að líða. Hið sama á þó ekki við um höfuðstólsfærða árlega vexti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Justice League

Höfundur

JL-gengið
JL-gengið
Justice League er hópur laganema sem fjallar um lagaleg álitaefni, lögfræði, lögfræðinámið og aðra stórskemmtilega hluti
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband