Geta borgarar handtekið aðra borgara?

Hér munum við kíkja stuttlega á þær heimildir sem borgarar hafa til að handtaka meðborgara sína.

 Í lögum um meðferð opinberra mála nr. 19/1990 (oml) er að finna slíka heimild í 2. málsgrein 97. gr. Þar segir:

"Sams konar heimild hefur hver sá sem stendur mann að broti sem sætt getur ákæru og varðað getur fangelsi Afhenda skal hinn handtekna lögreglunni tafarlaust ásamt upplýsingum um ástæðu handtökunnar og hvenær hún fór fram."

Með orðunum "sams konar heimild" er vísað í 1. málsgrein 97. gr. sem fjallar um handtökuheimild lögreglu. Í 2. mgr. 97. gr. er miðað við að það brot sem borgari verði vitni af geti varðað fangelsisrefsingu sbr. 1. mgr. 31. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Heimildin í 2. mgr. 97. gr. byggist á neyðarvarnar- og neyðarréttarsjónarmiðum.

Nóg er að brot það sem borgari "stendur mann að" geti varðað við fangelsisrefsingu. Ekki er skylda að eðli brotsins t.d. alvarleiki muni leiða til þess í raun. Þannig getur t.d. brot á umferðarlögum nr. 50/1980, t.d. ölvunarakstur 45. gr. og önnur alvarleg umferðalagabrot orðið tilefni til handtöku borgara.

Annað skilyrði er að maður standi að verki. Ekki er nóg að borgari viti að annar maður sé grunaður um brot en hinn grunaði sé flúinn af vettvangi. Eini möguleikinn þar sem borgara væri heimilt að handtaka grunaðan mann væri ef dómari birti handtökuskipun opinberlega og skoraði á hvern sem er að framkvæma hans sbr. 2. mgr. 99. gr. oml.

Í handtöku lögreglu felst tvennt, það er frelsissvipting og viðhald þessara frelsissviptingar. Í handtöku borgara felst ekki hið síðarnefnda því þeir þurfa að afhenda lögreglu tafarlaust ásamt upplýsingum um ástæður handtöku og hvenær hún fór fram. Borgarar hafa ekki heimild til að halda öðrum borgurum lengur nema í algerum neyðartilvikum t.d. ef ekki næst í lögreglu vegna óveðurs eða ófærðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Justice League

Höfundur

JL-gengið
JL-gengið
Justice League er hópur laganema sem fjallar um lagaleg álitaefni, lögfræði, lögfræðinámið og aðra stórskemmtilega hluti
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband